Fréttir

Fundargerð skólaráðs 10. mars 2015

Skólaráðsfundur haldinn á Laugalandi 10. mars 2015

Mættir Sigurjón, Hulda, Bragi, Kristín og Rán.

 

Fundur settur 15:30

  • Sigurjón bauð fólk velkomið.
  • Skóladagatalið: Farið yfir skóladagatal næsta árs (2015-2016). Engar stórtækar breytingar að finna á því.
  • Skólastarfið: Farið yfir hvernig hefur gengið það sem af er árinu. Engin afföll hafa verið á skólastarfi, þrátt fyrir mjög rysjótt veðurfar.
    Valgreinar hafa gengið vel og samstarf við leikskólann er alltaf mjög gott. Allar hefðbundnar ferðir hafa tekist vel og skíðaferð er framundan, en henni hefur verið frestað einu sinni.
  • Útisvæðið. Sagt frá vinnu við útisvæðið sem fór vel af stað með aðstoð foreldra og nemenda. Gróðurhúsið er í startholunum þegar veður verður skaplegt.
  • Innra mat. Farið yfir innra mat skólans frá árinu 2009. Tölur hafa verið teknar saman úr niðurstöðum úr líðankönnunum, en þær hafa verið lagðar fyrir nemendur og starfsfólk á hverju ári síðan þá. Við fengum að sjá þá samantekt.
    • fundi slitið 16:05
css.php