Fréttir

Fundargerð skólaráðs 15. mars 2016

Fundur haldinn í skólaráði Laugalandsskóla, þriðjudaginn 15. mars 2016.

 

Mættir: Sigurjón Bjarnason, Ragna Magnúsdóttir, Bragi Guðmundsson, Hulda Brynjólfsdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Rán Jósepsdóttir og Borghildur Kristinsdóttir. Auk þeirra Jana Lind Ellertsdóttir fyrir hönd nemenda.

Sigurjón setti fund kl. 15:38 og bauð alla velkomna.

 

 • Skóladagatal 2016-2017 lagt fyrir fund og kynnt. Farið yfir helstu viðburði, starfsdaga og uppbrotsdaga.
  Samræmdu prófin verða með breyttu sniði. Nemendur 9. og 10. bekkjar taka prófið samtímis í mars 2017. Nemendur í 4. bekk taka prófið í lok semptember (29. og 30. september), en 7. bekkur heldur gamla tímanum; 22. og 23. september.
  Flestir viðburðir eru að öðru leyti með hefðbundnu sniði. Þær hátíðir sem hafa verið í boði fyrir nemendur halda sér og er samstarf með Hellu og Hvolsskóla. Grunnskólinn í Vík og á Kirkjubæjarklaustri koma á tvær hátíðir sem þessir skólar hafa samstarf um.
  Sagt frá því að leikhúsferðin nú í ár hefði rekist á uppákomu hjá Garpi. Reynt er að komast hjá því að slíkt lendi saman, en stundum verður ekki hjá því komist.
  Næsta vetur verða nemendur 10. bekkjar í starfskynningu viku áður en samræmdu prófin verða lögð fyrir þá. Skoðað verður hvort það verði mögulegt, eða hvort einhverju þurfi að breyta.
  Skólasetning verður 24. ágúst 2016, en skólaslit verða 30. maí 2017.
  Ekki er vetrarfrí í Laugalandsskóla, en hefð er fyrir starfsdegi á öskudeginum og foreldraviðtölum daginn þar á eftir og má líta á það sem vetrarfrí fyrir krakkana. Kennarar eru þó í vinnu þá daga.
  Spurt hvort einhverjir vilji vetrarfrí var fólk sammála um að það væri ekki óskað eftir því ef það yrði til þess að skólinn yrði lengur fram á vorið.
 • Valgreinar næsta árs. Nemendur geta valið 3 valfög og eru í því allt árið, en einstöku sinnum fá nemendur að skipta um valfag, ef þeir finna sig ekki í því fagi sem þeir skipuðust í í upphafi.
  Farið yfir valgreinar og hver kennir hvaða fag.
  Sagt frá að María verði í barneignarfríi næsta vetur og Ragna sömuleiðis. Bæring Jón Guðmundsson kemur inn fyrir Rögnu. Bæring mun sjá um leiksmiðju sem nær yfir leiklistina meðal annars. Stefán Þorleifsson verður áfram með tónmenntina og aðrir kennarar eins og áður var. Ekki er neitt nýtt í boði þetta árið en í heildina eru 11 greinar í boði. Stundum næst ekki að fylla fjöldann í öll fög og er það fag þá ekki kennt.
 • Önnur mál.
  a) Farið yfir skólastarfið í vetur. Hefur gengið mjög vel. Nemendur eru 74 hér við skólann og 2 á Lækjarbakka (Geldingalæk). Sex nemendur útskrifast úr 10. bekk nú í vor og vitað er til að sex nemendur koma inn í 1. bekk næsta haust.
  Farið var í leikhús með alla nemendur og í skíðaferð með 4. – 10. bekk.
  Nemendur tóku þátt í skólahreysti að þessu sinni, rætt um hvers vegna þetta væri ekki árlegt. Talað um að innri þörf þurfi að fylgja og krakkarnir vilji fara sjálfir. Spurt hvort megi æfa þetta meira og stefna á þetta fyrr og að meiri hvatning fylgi frá skólanum.
  Laugalandsskóli bar einnig sigur úr býtum í stóru upplestrarkeppninni.
  Rætt um hversu góður árangur þetta væri.
  Árshátíðin þótti hafa tekist fádæma vel og gaman að hafa umgjörðina svona vel gerða.
  Bent á að þegar krakkarnir sitja mikið á sviðinu sjást þeir illa.
  Sameiginlega árshátíðin er hér á Laugalandi á fimmtudaginn.
  – 8. apríl koma tveir gestakennarar frá Norður-Dakóta sem munu kenna stuttmyndagerð. Er þetta í 7. sinn sem gestakennarar koma til okkar frá Norður-Dakóta.
  Framundan eru svo hefðbundin vorstörf, páskafrí og nám fram að vorprófum.
  b). Útikennslustofan. Gróðurhúsið er til og er í farvatninu að koma því upp í vor og loka­frá­gangur í umhverfinu síðan í framhaldinu af því.
  Sagt frá fræ-athugunum sem verið er að gera með 1. og 2. bekk.
 • Fundi slitið 16:14
css.php