Fréttir

Fundargerð skólaráðs 22. september 2015

Fundur í skólaráði haldinn á Laugalandi 22. september 2015.

Mættir Sigurjón Bjarnason, Bragi Guðmundsson, Rán Jósepsdóttir, Ragna Magnúsdóttir, Borghildur Kristinsdóttir og Hulda Brynjólfsdóttir

Fundur settur 15:30.

 • Sigurjón bauð fólk velkomið og dreifði skólalykli og starfsmannahandbók.
 • Skólalykill skoðaður og ræddur. Sagt frá því að myndskreyting er í höndum nemenda.
  Allir viðburðir sem eru á dagskrá vetrarins er komin í skóladagatalið sem er í miðju lykilsins.
  Nemendur skólans eru nú 74 og er einn nemandi væntanlegur, en tveir nemendur munu flytja burt frá okkur í næstu viku og verða þá nemendur væntanlega 73.
  Skólalykilinn má finna á heimasíðu skólans.
 • Starfsmannahandbók skoðuð og rædd. Handbókin er gefin út til fleiri en eins árs og því án ártals, enda rit sem fjallar um sömu hluti frá ári til árs. Sú nýjung er þó í henni að þar er nú kafli um áfallahjálp og viðbrögð við áföllum eða hamförum af einhverju tagi. Eins voru myndir endurnýjaðar.
  Í handbókinni má einnig finna áætlun sjálfsmats til ársins 2018.
  Handbókina má finna á netinu.
 • Læsi og lestur. Þjóðarsáttmáli um læsi er kominn af stað hjá mennta- og menningarmála­ráðu­neytinu. Bæklingi um sáttmálann dreift og rætt um verkefnið og aðkomu skólans að því. Matskvarðar verða samræmdir og unnið verður enn meira að lestrarhvatningu í skólanum.
  Unnið verður að lestrarstefnu skólans og fyrirhugað að það nái niður í leikskólann líka.
 • Innra mat. Líðan starfsfólks og nemenda verður könnuð í dansviku skólans, en hún er í október. Hefð er fyrir því að kanna líðan á þessum tíma og gefst þá kostur á að ræða um líðan nemenda í foreldraviðtölum og fylgja þannig könnuninni eftir.
  Þá verður námsmat skólans kannað eftir áramót.
 • Útikennslustofan. Sagt frá framkvæmdum við útisvæðið. Girðingin er næstum fullfrágengin og til stendur að keyra perlumöl í göngustígana. Í haust hefur svæðið nýst vel til útileikja og náms í góðu veðri.
  Mögulega gæti foreldrafélagið keypt útieldstæði sem myndi nýtast á svæðinu.
  Rán bauð bekkina af tjaldstæðinu til afnota á útisvæðið yfir veturinn og var það þegið með þökkum.
  Rán spurði hvort hægt væri að biðja foreldrafélagið um eitthvað fleira og verður það athugað.
  Gróðurhúsið er komið og bara eftir að koma því upp. Það verður upphitað og væntanlega verður það upphitað.
  Samvinna með leikskólanum verður um útisvæðið.
 • Önnur mál.
  • Sigurjón sagði frá því að í samstarfi við leikskólann eru krakkarnir í yngstu bekkjunum farin að syngja í kór með elstu börnum leikskólans.
  • Valfagið Starfsnám í leikskólanum var sett á bið, þar sem það rakst á við annað valfag. En verður í boði aftur.
  • Sigurjón sagði frá skemmtilegri gönguferð um Landsveitina í valfaginu íþróttir og útivist þar sem endað var á að vaða yfir Ytri-Rangá.
  • Sagt frá fleiri valfögum og því sem nemendur hafa gert í þeim tímum.
  • Rætt um tónlistarkennslu við skólann.

 

css.php