Fréttir

Fundargerð skólaráðs 24.nóvember 2015

Skólaráðsfundur haldinn þriðjudaginn 24. nóvember 2015.

Mættir, Sigurjón Bjarnason, Hulda Brynjólfsdóttir, Guðni Sighvatsson, Bragi Guðmundsson, Katrín Sigurðardóttir og Rán Jósepsdóttir. Íris Þóra Sverrisdóttir og Jana Lind Ellertsdóttir fulltrúar nemenda úr nemendaráði.

 

Sigurjón setti fund 15:30.

 • Fjárhagsáætlun 2016. Sigurjón fór yfir áætlun og greinargerð fjárhagsáætlunar ársins 2016. Einstakir liðir útskýrðir og ræddir. Laugalandsskóli kemur nú að rekstri skóla meðferðarheimilisins á Lækjarbakka og eru nokkrir liðir breyttir vegna þess. Má sem dæmi nefna launa- og akstursliði.
  Skipting kosnaðar á sveitarfélögin tvö skoðuð og skýrð.
 • Gjafir hafa borist frá velunnurum skólans. Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar gáfu skólanum 250.000,- Búið er að kaupa tvö úgúlele og hljóðnema fyrir það og unnið er að fjárferstingum fyrir málmiðnaðarstofuna.
  Foreldrafélag skólans hefur gefið hlóðaeldhús fyrir útikennsluaðstöðuna og einnig hljóðnema, mixer og úgulele til að nota við tónmenntakennslu og uppákomur og viðburði skólans.
  Auk þess gaf foreldrafélagið sög í málmiðnaðarstofuna.
  Kvenfélagskonur í kvenfélaginu Einingu í Holtum saumuðu tjöld í íþróttasalinn og gáfu vinnu sína við það.
  Öllum þessum félögum eru færðar miklar þakkir fyrir gjafir sínar og fórnfúst starf í þágu skólans.
 • Framkvæmdir við útikennslustofuna. Beðið er eftir mönnum til að gera grunn fyrir gróðurhúsið og síðan verður það sett á grunninn, en húsið er til.
  Spýtur sem átti eftir að nota í hliðið á girðingunni og lágu við girðinguna, hurfu því miður, en Bjarni Jón Matthíasson er kominn með nýjar spýtur til að klára hliðið.
 • Fundur færður í stofu 6, þar sem farið var yfir niðurstöður úr könnun á líðan nemenda og starfsfólks og niðurstöður samræmdra prófa.
  Niðurstöður komu vel út og skólinn má vera stoltur af sínu starfi og starfsumhverfi.
 • Umræður um bókstafaformið á einkunnagjöf í 10. bekk og einkunnir milli skóla.

 

Fundi slitið 16:45

css.php