Fréttir

Fundargerð skólaráðs 28. júní 2013

Skólaráðsfundur haldinn á Laugalandi 28. júní 2013 kl. 10:30.

Mætt voru: Katrín Sigurðardóttir, Grétar H. Guðmundsson, Hulda Brynjólfsdóttir, Bragi Guðmundsson, Borghildur Kristinsdóttir og Kolbrún Sigþórsdóttir.

Kolbrún setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

  1. Niðurstöður könnunar um viðhorf foreldra til þess hvernig komið er til móts við námsþarfir nemenda voru skoðaðar. Búið er að vinna skýrslu sem sett verður á heimasíðu skólans mjög fljótlega. Farið var yfir skýrsluna og hún rædd.
  2. Skóladagatal 2013-2014 var kynnt. Um er að ræða 170 daga skóla líkt og undanfarin tvö ár. Farið var yfir skóladagatalið og það samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:30

css.php