Fréttir

Fundargerð skólaráðsfundar 22. janúar 2013.

Mættir Kolbrún, Hulda, Katrín, Bragi, Ásta, Grétar og Borghildur.

 

Kolbrún setti fund 15:42.

 

 • Farið yfir fjárhagsáætlun skólans fyrir árið 2013 og hún borin saman við áætlun ársins 2012.
  Örlítill munur er á kostnaði og framlögum og byggist það mest á mismunandi  fjölda nemenda á þessum tveimur árum. Búið er að fá vilyrði fyrir að kaupa nýja ljósritunarvél, en sú gamla bilar orðið oft og kostar mikið í viðgerðum. Skólaakstur og hópferðabifreiða­kostnaður hefur hækkað og er það mest vegna hækkaðs eldsneytisverðs.
  Fram kom að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 stóðst vel.
  Farið var yfir rekstur bókasafnsins og er ekki hægt að segja annað en að það sé vel rekið, enda samviskusöm og dugleg kona við stjórnvölinn þar sem er hún Regúla Rudin. Mis vel gengur þó að innheimta gjald frá þeim heimilum sem nota bækur á bókasafninu og má gjarnan skoða aðrar aðferðir við innheimtur þess.
  Rekstur á íþróttahúsi og sundlaug var skoðaður og hefur launakostnaður verið færður af íþróttahúsi yfir á sundlaugina, en það hafði verið rangfært. Vert er að athuga hvort hægt sé að endurskoða kostnað við klór í sundlaugina, en hann er mikill.
  Mötuneyti skólans hefur lægri kostnaðaráætlun en áður, þar veldur að nemendur eru færri og að starfshlutfall einnar starfskonu var minnkað.
  Ferðaþjónusta  og félagsheimili, breyting er þar fyrst og fremst vegna þess að Öskjuhlíðar­skóli er ekki lengur með starfsemi sína hér á sumrin (því var hætt vegna sparnaðar hjá þeim).
  Sameiginlegur kostnaður, fyrst og fremst húsvörður og ræstifólk, en einnig allur sameiginlegur kostnaður. Fram kom að netþjónusta hefur lækkað og er það vegna þess að á síðasta ári var verið að vinna að nýrri heimasíðu skólans og er þeirri vinnu nú lokið.
  Borga þarf árlega fyrir hugbúnað sem skólinn notar og ætlar kerfisstjórinn að athuga hvað ML gerði, en þeir fengu frí afnot af hugbúnaði. Verður áhugavert að sjá hvernig það þróast hjá þeim.
  Kostnaður vegna gámaþjónusta þykir há, en það er bæði leiga á gámum og losun þeirra.
  Fjármunatekjur; Mikill kostnaður getur fylgt langri leið greiðsluseðla á réttan stað, en verið er að vinna að lækkun hans með því að fá lengri greiðslufrest.
  Forgangsröðun til fjármögnunar á fasteignum er á skrifstofuinnréttingum á skólastjóra­skrif­stofu, bakaraofn í mötuneytið, girðinu og gróðurhús á nýtt útikennslusvæði skólans og bætt lýsing á bílastæði framan við skólann.
 • Kolbrún sýndi hugmynd að útfærslu á portinu sem ætlað er til útikennslu. Hugmyndin var rissuð upp af kennara við skólann. Einnig var sagt frá að ætlunin sé að fá nemendur til að koma með sínar hugmyndir að útfærslu svæðisins. Hugmynd kom að fá girðinguna sem fyrst og þá væri hægt að byrja fyrir innan í rólegheitum.
 • Grétar spurði um Reykjaferðina sem tekin var af fyrir skömmu og var sparnaðurinn af henni um 160.000,-. Grétar vill fá ferðina að Reykjum aftur og lengja skólaárið aftur í 180 daga þar sem honum finnst að sparnaðurinn sem af þessu tvennu hefur hlotist sé ekki nýttur á skynsamlegan hátt af sveitarstjórn Rangárþings Ytra.
 • Hulda sagði frá innra mati skólans og fór yfir tvær skýrslur. Annars vegar skýrslu sem gerð var um tengsl heimila og skóla og hins vegar frá skýrslu um líðan nemenda og starfsfólks við skólann.
 • Áréttað að árshátíðin hefur verið færð aftur um viku og verður 15. mars.

 

Fundi slitið 17:10

css.php