Fundargerðir skólaráðs

Fundur haldinn í skólaráði, 23. mars 2012 á Laugalandi.

Mættir eru Sigurjón B, Sigurjón H, Grétar G, Borghildur K, Ásta Kristjana, Hulda og Bragi.

 1. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.
 2. Skóladagatal.
  Tvennsk konar skóladagatöl lögð fyrir fundinn, annars vegar með styttingu; 170 daga, en hins vegar með 180 dögum án styttingar. Fræðslunefnd á eftir að fjalla um hvort áfram verður kennt á 170 dögum og kynna hvort hagnaður hafi orðið af styttingunni síðastliðið ár. Fræðslunefnd heldur fund síðar í dag og þá verður ákvörðun væntanlega tekin.
  Minnst á bréf sem skólastjóri sendi til foreldra um styttinguna og viðbrögð þeirra sem svöruðu, en þau voru almennt jákvæð.
  Við horf viðstaddra var jafnframt kannað og kom fram að nemendur þóttu tilbúnari til að takast á við skólaárið, kennslan væri heldur ekki síðri, þó að veturinn væri styttri, enda væru nemendur ekki að missa neitt, þeir fengju þann kennslustundafjölda sem til væri ætlast og í raun fleiri í sumum tilfellum.
  Fundarmenn voru allir ánægðir með fyrirkomulagið og talið var að þeir sem væru óánægðir væru mjög fáir.
  Betri kynningu hefði vantað, en fyrir lægi að halda fund og kynna hvernig útkoman af styttingunni væri.
  Spurt var út í hvort og hver ætti að senda erindi til yfirvalda um það hversu óhagkvæmt væri að vera með samræmdu prófin á sama tíma og göngur og réttir. Það væri álagstími til sveita og hlyti að hafa áhrif á útkomu úr prófunum.
 3. Námsval.
  Kynnt var hvaða valfög verða í boði næsta skólaár og þóttu þau fjölbreytt.
 4. Niðurstöður mats á kennslu í 6. og 7. bekk.
  Upp kom gagnrýni á kennslu umsjónarkennara 6. og 7. bekkjar á líðandi vetri. Um er að ræða kennara sem er nýlega útskrifuð og er að kenna sitt annað starfsár. Nokkrir foreldrar í bekknum töldu margt gagnrýnivert, hittust og tóku saman þá hluti sem þeim þóttu gagnrýni verðir og óskuðu eftir fundi.
  Fenginn var kennsluráðgjafi frá Skólaskrifstofu Suðurlands; Edda Antonsdóttir til að sitja í tímum og meta kennsluna.
  Farið var yfir skýrslu frá Eddu og lesið upp úr henni og sagt frá fundinum sem haldinn var með foreldrum.
  Samkvæmt skýrslunni var kennslan í 6. og 7. bekk ljómandi góð og vel af hendi leyst.
  Fundarmenn voru ánægðir með þær málalyktir sem þetta mál fékk.
 5. Önnur mál.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.
Hulda Brynj.

Fundur í skólaráði haldinn 11. október 2011.

Mættir eru Sigurjón Bjarnason, Sigurjón Hjaltason, Grétar Guðmundsson, Regula Rudin, Hulda Brynjólfsdóttir, Borghildur Kristinsdóttir og Ásta Guðjónsdóttir.

Sigurjón setti fund og bauð fólk velkomið. Bragi er forfallaður og er Regúla í hans stað. Auk þess eru fulltrúar nemenda forfallaðir, þær Sunneva Eik Hjaltested og Kristjana Rós Kristjánsdóttir.

 1. Skólalykill kynntur í þynnra broti en áður. Hann er nú skreyttur myndum sem teiknaðar eru af nemendum. Skólalykillinn er hefðbundinn, nema kennsluáætlanirnar vantar, þar sem þær eru að finna á heimasíðu skólans. Með því að sleppa því að prenta þær líka í skólalykilinn sparast pappír.
  Lykillinn þótti góður að mati viðstaddra og var ánægja með sparnaðinn.
 2. Starfsmannahandbók. Hlutverk sérkennara hefur verið sett inn (bls.6) og fellur undir stoðþjónustu í skipuriti skólans.
  Í starfsmannahandbók er að finna allt sem viðkemur starfi fólks innan skólans ásamt gagnlegum upplýsingum fyrir það.
  Sjálfsmatið er þarna að finna og á að leggja könnun um líðan og tengsl skóla og samfélags fyrir í vetur.
  Fyrirhugað er að gera heildarmat fyrir skólana oftar en verið hefur og þá á fimm ára fresti.
  Fundarmönnum sýndist starfsmannahandbókin góð.
 3. Fjárhagsáætlun. Drög lögð fyrir fundinn og farið yfir þau. Einstakir þættir ræddir lauslega og velt fyrir sér mögulegum sparnaði. Ýmsar hækkanir útskýrðar sömuleiðis, ásamt því að segja frá fyrirhuguðum fjárfestingum. Tölvuvæðing, skjávarpi og tölva, auk nettenginga í kennslustofur er fyrirhuguð.Sagt frá forgangsröðun í viðhaldi fasteigna. En hugmynd er að girða af portið milli bygginga norðan við skólann til að byggja þar upp aðstöðu fyrir útikennslu, svo sem fyrir gróðurhús og/eða gróðurreiti. Nemendur gætu tekið þátt í að byggja svæðið upp, t.d. slegið upp grunni fyrir gróðurhúsi með smíðakennslunni í vali.
  Fundarmönnum leist vel á hugmyndina og lýstu yfir stuðningi við hana.
 4. Önnur mál. Ekkert tekið fyrir.
 5. Fundi slitið 16:55.

Hulda Brynj.

Fundur hjá skólaráði haldinn á Laugalandi þriðjudaginn 8. mars 2011.

Mættir eru Sigurjón Bjarnason, Bragi Guðmundsson, Borghildur Kristinsdóttir, Ásta Kristjana Guðjónsdóttir, Sigurjón Hjaltason og Hulda Brynjólfsdóttir. Fulltrúar nemenda komust ekki á fundinn.

Sigurjón setti fund og bauð fólk velkomið.

 1. Sjálfsmat skólans.
  a. skýrsla um aðbúnað sem könnun var gerð um að vetri 2010 skoðuð og farið yfir helstu niðurstöður.
  b. sömuleiðis var skýrsla um líðnakönnun sem gerð var í október 2010 skoðuðu og farið yfir helstu niðurstöður.
  c. Framhaldið nefnt lítillega. Ein könnun framundan og síðan verða plön lögð fyrir næstu 3 eða 5 árin.
 2. Valgreinar í 8. 9. og 10. bekk næsta skólaár.
  a. farið yfir hvaðga greinar verða í boði í valinu skólaárið 2011-2012.
  b. nokkuð hefðbundið, en þó nýjar greinar í boði líka, t.d. rafmagnsfræði.
 3. Hugmyndir að sparnaði skólaárið 2011-2012 kynntar.
  Lagt var fram hugmynd um að stytta skólaárið um tvær vikur, eina að hausti og eina að vori. Nemendum verður bættur missirinn með fleiri kennslustundum sem nemur um 2 á viku. Verður það þannig í 26 vikur en dettur síðan í þann kennslustundafjölda sem nú er.
  Við þetta sparast t.d. akstur sem er stór kostanaðarliður, ræsting og rekstur eldhúss í tvær vikur.
  Fundarmenn lýstu yfir ánægju með hugmyndirnar og nokkur umræða skapaðist um þessi mál.
 4. Önnur mál: Samræmdu prófin rædd, en þau eru nokkuð snemma næsta haust.

Fundi slitið 17:08
Hulda Brynj.

Fundur haldinn hjá skólaráði á Laugalandi þriðjudaginn 9. nóvember 2010.

Mættir eru Sigurjón Bjarnason, Bragi Guðmundsson, Grétar Guðmundsson, Borghildur Kristinsdóttir, Ásta Kristjana Guðjónsdóttir og Hulda Brynjólfsdóttir. Sigurjón Hjaltason kom fljótlega. Fulltrúar nemenda komust ekki á fundinn.

Farið yfir skólalykilinn. Sá möguleiki að minnka skólalykilinn í umsvifum og kostnaði, með því að sleppa allri umfjöllun um námsmarkmið og áherslur í hverjum áfanga og hverjum árgangi, var borinn undir fundarmenn. Allir fundarmenn voru samþykkir þeirri ráðstöfun, enda er hægt að nálgast þessar upplýsingar bæði á heimasíðu skólans, sem og á mentor.is.

Starfsmannahandbók skólans skoðuð og flett.
Þar eru upplýsingar um þroskaþjálfa ein breytingin, en upplýsingum um sérkennara skólans verða settar inn í skipurit starfsmannahandbókarinnar. Einnig verður hlutverk hans tíundað á tilheyrandi stað í bókinni.

Á blaðsíðu 13 er fjallað um sjálfsmat skólans. Þar er að finna áætlun til þriggja ára og er þriðja ár þeirrar áætlunar nú runnið af stað. Að því loknu verður áætlunin endurskoðuð og ný markmið sett.

Spurt var hversu mörg eintök væru gefin út og var því svarað að allt starfsfólk skólans fengi eintak sem og sveitarstjórnarmenn beggja sveitarfélaganna sem að rekstri skólans koma (Rang.ytra og Ásahreppur)

Drög að fjárhagsáætlun var lögð fyrir fundarmenn og farið ítarlega yfir hana ásamt greinargerð sem henni fylgir. Fram kom að aðhalds er gætt eins og frekast er kostur og reynt að sýna ráðdeild í hverju horni. Þá var kvenfélaginu Einingu þakkaður stuðning-ur, en það hefur alltaf stutt ákaflega vel við skólann. Spurningar voru fáar og bornar fram jafnóðum og síðan voru drögin samþykkt athugasemdalaust.

Sjálfsmat ársins 2010-2011 er hafið og hefur könnun um líðan verið lögð fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Hulda fór yfir niðurstöðutölur sem voru alveg nýjar og vinna við skýrsluna er ekki hafin enn sem komið er. Skýrsla um könnunina verður unnin fljótlega og mun hún birtast á heimasíðu skólans þegar hún er klár.

Vinnuverndaráætlun var lögð fyrir ráðið og skoðuð. Í henni kemur fram meðal annars helstu áhersluþættir í sambandi við vinnuumhverfi starfsmanna og áætlanir t.d. brunaæfing og hvar hlutir til að veita fyrstu hjálp við slysum eru staðsettir.

Þann 6. október kom Fríða María Ólafsdóttir í heimsókn til okkar frá vinnueftirlitinu og fór yfir hvernig vinnuverndar-málum væri háttað. Sendi hún bréf að heimsókn lokinni og þar kom fram að “að mati vinnueftirlitsins er fyrirtækið í flokki 1”.

Önnur mál. Fyrirspurn kom um “busun” nemenda í 8. bekk. Hvort sú uppákoma væri nokkuð að ganga of langt og hvernig að þeim væri staðið. Því var svarað að þær væru undir mjög ströngu eftirliti og ekkert væri gert þar nema með samþykki skólastjórn-enda og t.d. væri svokallaður “ógeðsdrykkur” með þekkta og viðurkennda innihalds-lýsingu stjórnenda. Í haust hefði Kolbrún verið yfir uppákomunni og fylgst vel með og allt hefði farið vel fram. Ljóst væri að ef kvartanir færu að berast yrði dregið úr þessari uppákomu og henni jafnvel hætt en engar kvartanir hefðu enn borist.

Hér eftir sem áður yrði fylgst vel með.

Fundi slitið 16.45
Hulda Br. ritari.

Fundur haldinn í skólaráði á Laugalandi 2. febrúar 2010.

Mættir Sigurjón B, Sigurjón H, Bragi Guðmundsson, Grétar Guðmundsson, Ragna Magnúsdóttir, Borghildur Kristinsdóttir og Hulda Brynjólfsdóttir.

Sigurjón B. setti fund og bauð fólk velkomið.

 1. Skýrsla um úttekt á rekstri fræðslustofnana í Rangárþingi ytra lögð fyrir og skoðuð.
  Mikil ánægja með skýrsluna og hvergi hægt að sjá að fundið sé að rekstri Laugalandsskóla.
  Nokkrir þættir skoðaðir sérstaklega og ræddir en niðurstaðan er að Laugalandsskóli sé, að mati
  skýrslunnar, vel rekinn og þar sé gott starf unnið með traust og öflugt foreldrasamfélag á bak við sig. Fundarmenn lýstu yfir mikilli ánægju með niðurstöðu skýrslunnar fyrir hönd Laugalandsskóla.
 2. Fjárhagsáætlun skólans fyrir 2010.
  Reynt hefur verið að skera frekar niður kostnað við tölvu- og tækjakaup en við hluti sem koma niður á nemendum.
  Þó var tekin af Reykjaferð nemenda í 7. og 8. bekk og kostnaður við hana sparaður sem er mikill. Svo hittist á að gestakennari frá Minnesota kemur í sömu viku og ferðin var fyrirhuguð og því heppilegt í rauninni að nemendur skuli vera á staðnum og ekki missa af þessari einstöku heimsókn.
  Farið lauslega yfir nokkra þætti fjárhagsáætlunarinnar og skoðaðir staðir þar sem einhver munur er á áætlun og niðurstöðum kostnaðar.
  Tölvukostnaður verður lækkaður með því að ekki eru fyrirhuguð nein kaup á tölvubúnaði. Nýlega voru fest kaup á tölvum og búnaði tengdum þeim og því ætti ekki að vera þörf á nýjungum þar alveg á næstunni.
 3. Önnur mál.
  Umræður um húsaleigu í Giljatanganum og á Laugalandi. Fundarmönnum þótti húsaleigan of há, sérstaklega í ljósi þess að leiga á húsnæði er alls staðar að lækka á landinu.

Þeir sem gerðu skýrsluna munu væntanlega koma og gera grein fyrir skýrslunni.
Nefndin mun svo ákveða hvernig hún vinnur með hana.

Fundi slitið
Hulda Brynjólfsdóttir

Fundur í skólaráði haldinn 10. nóvember 2009 / bls. 102-103

Mættir eru Sigurjón Bjarnason, Sigurjón Hjaltason, Grétar Guðmundsson, Hulda Brynjólfsdóttir, Ragna Magnúsdóttir, Bragi Guðmundsson og Kristrún Steingrímsdóttir sem fulltrúi nemenda.

 1. 1. Skólalykillinn: umbrot og vinnsla er orðin aðgengilegri og ætti að vera til vinnuhagræðis í framtíðinni. Núverandi útlit mun væntanlega halda sér.
  Nokkrir viðburðir í skóladagatali ræddir.
 2. Starfsmannahandbók: starfsfólk skólans og þeir sem koma að stjórn skólans, s.s. skólaráð og sveitarstjórn fá þessa bók í hendur. Annars er hún aðgengileg á netinu (heimasíðu skólans) en ekki gefin út að öðru leyti.
  Handbókinni flett og fjallað um helstu atriði.
 3. Drög að fjárhagsáætlun 2010: farið yfir áætlunina. Sveitarfélög hvöttu skólastjórnendur til að gæta hófs en hafa ekki verið harðir á niðurskurðarhnífnum að öru leyti. Einhver hækkun er óhjákvæmileg en þó er hækkunin á milli áranna 2009 og 2010 ekki mikil skv. áætluninni.
 4. Innra matið: farið lauslega yfir ferlið á innra matinu og niðurstöður líðankönnunar meðal starfsfólks lögð fyrir og skoðaðar.
 5. Önnur mál: Ekkert tekið fyrir.

fundi slitið
Hulda Brynjólfsdóttir

Fundur í skólaráði 24. mars 2009 / bls. 100-101

Mættir eru Sigurjón Bjarnason, Sigurjón Hjaltason, Grétar Guðmundsson, Bragi Guðmundsson, Kolbrún Sigþórsdóttir, Hulda Brynjólfsdóttir, Borghildur Kristinsdóttir og Ragna Magnúsdóttir.

 1. Farið yfir innra mat skólans. Sjáfsmatsskýrsla 2009 1. hluti var skoðuð, en þar er tekin fyrir könnun á fæði í mötuneyti skólans annars vegar og líðan nemenda og starfsfólks hins vegar.
  Tæpt var á helstu niðurstöðum.
  Fram kom að engra úrbóta er þörf hvað fæðið varðar, nema e.t.v. að birta matseðilinn og mun það verða gert.
  Eins kom könnun á líðan mjög vel út og þar sem þörf var á úrbótum var þegar búið að bregðast við og mun áfram vera fylgst með líðan þeirra sem að stofnuninni koma.
  Könnun á stjórnun hefur líka verið lögð fyrir og er verið að vinna úr niðurstöðum hennar. Tölulegar niðurstöður skoðaðar og þóttu þær koma vel út fyrir stjórnun skólans og skólann´i heild.
  Umræður spunnust um jákvætt viðhorf til skólans og fjölbreytni í valgreinum sem gleðja og auka áhuga nemenda.
 2. Starfsmannamál. Kolbrún Sigþórsdóttir hefur sótt um launað leyfi og fengið það og sömuleiðis hefur Eyrún Jónasdóttir sótt um launalaust leyfi á næsta ári.
  Jónella mun ekki koma til baka úr ársleyfi sínu og Sigurlaug hefur óskað eftir að minnka starfshlutfall sitt um 50%.
  Sigurjón telur vandalítið að ráða fólk í þessar stöður, enda eru fyrirspurnir um lausar stöður farnar að berast.
  Þær stöður sem auglýsa þarf verða auglýstar.
  Fyrirspurnir hafa jafnframt borist um komu nýrra nemenda til skólans.
 3. Umræður spunnust um ýmislegt sem tengist skólastarfinu og voru þær fróðlegar og áhugaverðar.

Fundi slitið
Hulda Brynjólfsdóttir

Fundur í skólaráði 18. nóvember 2008 / bls. 98-99

Mættir eru Sigurjón Bjarnason, Sigurjón Hjaltason, Kolbrún Sigþórsdóttir, Ragna Magnúsdóttir, Borghildur Kristinsdóttir, Hulda Brynjólfsdóttir, Bragi Guðmundsson og Grétar Guðmundsson.

 1. Hulda las fundargerð síðasta fundar og var hún samþykkt.
 2. Farið yfir drög að fjárhagsáæglun ársins 2009 og greinargerð með henni.
  Sigurjón fór vel yfir áætlunina og útskýrði allar breytingar til lækkunar og hækkunar á fjárhagsáætlun.
  Enar stórar athugasemdir voru gerðar.
 3. Auglýsingar í skólum. Borið var undir skólaráðsfund hvort auglýsingamiðar megi fara í gegnum skólann.
  Sigurjón hefur ekki séð neitt því til fyrirstöðu að auglýsa tómstundarstarf í gegnum skólann.
  Fundarmenn voru sammála því.
 4. Niðurstöður vinnuhóps um mötuneytismál.
  Vinnuhópurinn leggur til að skólamötuneyti Rangárþings Ytra hafi skólahandbók Lýðheilsustöðvar til viðmiðunar vð undirbúning matseðils.
  Þeir hafi fjölbreytt og hollt fæði og forðist að hafa forunnar matvörur í boði.
  Hann (vinnuhópurinn) mælir með því að boðið verði upp á hafragraut að morgni.
  Unnið verði að sameiginlegri verðskrá í mötuneytum Rangárþings Ytra.
  Hugmyndin um hafragraut var borin undir skólaráð.
  Spurt var hvort starfsfólk skólans yrði vart við að börn kæmu í skólann án þess að hafa borðað morgunmat. Svo er ekki. Aðstaða nemenda til að fá sér hressingu í skólanum er góð. Þeir hafa aðgang að grilli og örbylgjuofni. Lengja þyrfti skóladaginn ef þetta yrði í boði. Nemendur yrðu að koma korteri fyrr í skólann til að borða hafragrautinn. Viðstaddir foreldrar eiga góða stund við morgunverðarborðið með sínum börnum og hafa orðið varir við að svo sé einnig á öðrum heimilum. Þau sem ekki myndu nýta sér þetta yrðu að bíða á meðan, sem væri ókostur.
  Ákveðið var því að hafna hafragrautnum.
 5. Farið yfir fyrstu niðurstöður úr sjálfsmatinu og fjallað um mat fólks á fæði skólamötuneytisins, að mati nemenda, foreldra og starfsfólks. Þær eru ákvæðar.
 6. Þakkað fyrir góðan fund og honum slitið

Hulda Brynjólfsdóttir

Fundur í skólaráði haldinn á Laugalandi 13. október 2008 / bls. 95-97

Mættir eru Bragi Guðmundsson, Sigurjón Hjaltason, Sigurjón Bjarnason, Borghildur Kristinssdóttir, Ragna Magnúsdóttir og Hulda Brynjólfsdóttir

Sigurjón B. setti fund og setti Huldu ritara.
Skólaráð tekur við af foreldraráði og er greitt fyrir setu í því.

 1. Skólalykill Laugalandsskóla; (bls. 4) farið yfir hvaða starf skólaráð hefur með höndum, hverjir skuli skipa ráðið, það eru skólastjóri, tveir fulltrúar foreldra og einn fulltrúi grenndarsamfél­ags­ins. Fulltrúi nemenda hefur heimild til að sitja fund skólaráðs þegar fjallað er um velferðar- og hagsmunamál þeirra.
  Sumardagurinn fyrsti verður með örlítið breyttu sniði en venjulega. Hátíðin færist fyrr að deginum og í stað kökuveislu verður grillveisla.
  Farið yfir valgreinar í 8. 9. og 10. bekk og þar tæpt á nýjungum.
  Samræmd könnunarpróf verða í íslensku, stærðfræði og ensku hér eftir að hausti jafnt í 10. bekk sem í 4. og 7. bekk. Fyrsta könnunarprófið mun þó fara fram í vor. Það mun ekki vera tekið sem mat inn í framhaldsskóla heldur til að meta stöðu nemenda að hausti fyrir kennara að vinna eftir.
  Skóladagatal skoðað og farið yfir helstu dagsetningar.
  Skólalykill samþykktur og metinn fullnægjandi.
 2. Starfsmannahandbók yfirfarin. Í henni koma fram öll helstu atriði sem snúa að starfsmönnum.
  Farið yfir trúnaðarreglur.
  Farið yfir vinnu sjálfsmats, fram kom að fæði skólans verði tekið fyrir þennan veturinn, líðan nemenda og starfsfólks og aðbúnaður og kennsluhættir sömuleiðis.
 3. Samningur um skólaakstur lá fyrir til samþykkis í vor og fóru umræður af stað í byrjun ágústs. Sigurjón fór yfir einstakar breytingar á samningnum. Fram kom að bílstjórar eru flestir óánægðir með launakjör sín og vilja hækkun. Nokkrar hækkanir verða við einstakar akstursaðstæður, en launaliður sjálfur var ekki samþykktur af sveitarfélögum til hækkunar. Samkomulag náðist við bílstjórana og munu allir sinna akstri áfram. Lýsti Sigurjón yfir ánægju með starf allra bílstjóranna. Gílstjórar við Laugalandsskóla semja til eins árs í senn.
 4. Í lok fundar bauð Sigurjón fundarmönnum að kíkja á nýja málmsmíðastofu í kjallara skólans.

fundi slitið
Hulda Brynjólfsdóttir

css.php