Fréttir

Fundur haldinn hjá skólaráði á Laugalandi þriðjudaginn 9. nóvember 2010

Mættir eru Sigurjón Bjarnason, Bragi Guðmundsson, Grétar Guðmundsson, Borghildur Kristinsdóttir, Ásta Kristjana Guðjónsdóttir og Hulda Brynjólfsdóttir. Sigurjón Hjaltason kom fljótlega. Fulltrúar nemenda komust ekki á fundinn.

Farið yfir skólalykilinn. Sá möguleiki að minnka skólalykilinn í umsvifum og kostnaði, með því að sleppa allri umfjöllun um námsmarkmið og áherslur í hverjum áfanga og hverjum árgangi, var borinn undir fundarmenn. Allir fundarmenn voru samþykkir þeirri ráðstöfun, enda er hægt að nálgast þessar upplýsingar bæði á heimasíðu skólans, sem og á mentor.is.

Starfsmannahandbók skólans skoðuð og flett.
Þar eru upplýsingar um þroskaþjálfa ein breytingin, en upplýsingum um sérkennara skólans verða settar inn í skipurit starfsmannahandbókarinnar. Einnig verður hlutverk hans tíundað á tilheyrandi stað í bókinni.

Á blaðsíðu 13 er fjallað um sjálfsmat skólans. Þar er að finna áætlun til þriggja ára og er þriðja ár þeirrar áætlunar nú runnið af stað. Að því loknu verður áætlunin endurskoðuð og ný markmið sett.

Spurt var hversu mörg eintök væru gefin út og var því svarað að allt starfsfólk skólans fengi eintak sem og sveitarstjórnarmenn beggja sveitarfélaganna sem að rekstri skólans koma (Rang.ytra og Ásahreppur)

Drög að fjárhagsáætlun var lögð fyrir fundarmenn og farið ítarlega yfir hana ásamt greinargerð sem henni fylgir. Fram kom að aðhalds er gætt eins og frekast er kostur og reynt að sýna ráðdeild í hverju horni. Þá var kvenfélaginu Einingu þakkaður stuðning-ur, en það hefur alltaf stutt ákaflega vel við skólann. Spurningar voru fáar og bornar fram jafnóðum og síðan voru drögin samþykkt athugasemdalaust.

Sjálfsmat ársins 2010-2011 er hafið og hefur könnun um líðan verið lögð fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Hulda fór yfir niðurstöðutölur sem voru alveg nýjar og vinna við skýrsluna er ekki hafin enn sem komið er. Skýrsla um könnunina verður unnin fljótlega og mun hún birtast á heimasíðu skólans þegar hún er klár.

Vinnuverndaráætlun var lögð fyrir ráðið og skoðuð. Í henni kemur fram meðal annars helstu áhersluþættir í sambandi við vinnuumhverfi starfsmanna og áætlanir t.d. brunaæfing og hvar hlutir til að veita fyrstu hjálp við slysum eru staðsettir.

Þann 6. október kom Fríða María Ólafsdóttir í heimsókn til okkar frá vinnueftirlitinu og fór yfir hvernig vinnuverndar-málum væri háttað. Sendi hún bréf að heimsókn lokinni og þar kom fram að “að mati vinnueftirlitsins er fyrirtækið í flokki 1”.

Önnur mál. Fyrirspurn kom um “busun” nemenda í 8. bekk. Hvort sú uppákoma væri nokkuð að ganga of langt og hvernig að þeim væri staðið. Því var svarað að þær væru undir mjög ströngu eftirliti og ekkert væri gert þar nema með samþykki skólastjórn-enda og t.d. væri svokallaður “ógeðsdrykkur” með þekkta og viðurkennda innihalds-lýsingu stjórnenda. Í haust hefði Kolbrún verið yfir uppákomunni og fylgst vel með og allt hefði farið vel fram. Ljóst væri að ef kvartanir færu að berast yrði dregið úr þessari uppákomu og henni jafnvel hætt en engar kvartanir hefðu enn borist.

Hér eftir sem áður yrði fylgst vel með.

Fundi slitið 16.45
Hulda Br. ritari.

css.php