Fréttir

Fundur haldinn í skólaráði, 23. mars 2012 á Laugalandi.

Mættir eru Sigurjón B, Sigurjón H, Grétar G, Borghildur K, Ásta Kristjana, Hulda og Bragi.

 1. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.
 2. Skóladagatal.
  Tvennsk konar skóladagatöl lögð fyrir fundinn, annars vegar með styttingu; 170 daga, en hins vegar með 180 dögum án styttingar. Fræðslunefnd á eftir að fjalla um hvort áfram verður kennt á 170 dögum og kynna hvort hagnaður hafi orðið af styttingunni síðastliðið ár. Fræðslunefnd heldur fund síðar í dag og þá verður ákvörðun væntanlega tekin.
  Minnst á bréf sem skólastjóri sendi til foreldra um styttinguna og viðbrögð þeirra sem svöruðu, en þau voru almennt jákvæð.
  Við horf viðstaddra var jafnframt kannað og kom fram að nemendur þóttu tilbúnari til að takast á við skólaárið, kennslan væri heldur ekki síðri, þó að veturinn væri styttri, enda væru nemendur ekki að missa neitt, þeir fengju þann kennslustundafjölda sem til væri ætlast og í raun fleiri í sumum tilfellum.
  Fundarmenn voru allir ánægðir með fyrirkomulagið og talið var að þeir sem væru óánægðir væru mjög fáir.
  Betri kynningu hefði vantað, en fyrir lægi að halda fund og kynna hvernig útkoman af styttingunni væri.
  Spurt var út í hvort og hver ætti að senda erindi til yfirvalda um það hversu óhagkvæmt væri að vera með samræmdu prófin á sama tíma og göngur og réttir. Það væri álagstími til sveita og hlyti að hafa áhrif á útkomu úr prófunum.
 3. Námsval.
  Kynnt var hvaða valfög verða í boði næsta skólaár og þóttu þau fjölbreytt.
 4. Niðurstöður mats á kennslu í 6. og 7. bekk.
  Upp kom gagnrýni á kennslu umsjónarkennara 6. og 7. bekkjar á líðandi vetri. Um er að ræða kennara sem er nýlega útskrifuð og er að kenna sitt annað starfsár. Nokkrir foreldrar í bekknum töldu margt gagnrýnivert, hittust og tóku saman þá hluti sem þeim þóttu gagnrýni verðir og óskuðu eftir fundi.
  Fenginn var kennsluráðgjafi frá Skólaskrifstofu Suðurlands; Edda Antonsdóttir til að sitja í tímum og meta kennsluna.
  Farið var yfir skýrslu frá Eddu og lesið upp úr henni og sagt frá fundinum sem haldinn var með foreldrum.
  Samkvæmt skýrslunni var kennslan í 6. og 7. bekk ljómandi góð og vel af hendi leyst.
  Fundarmenn voru ánægðir með þær málalyktir sem þetta mál fékk.
 5. Önnur mál.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.
Hulda Brynj.

css.php