Fréttir

Fundur haldinn í skólaráði á Laugalandi 2. febrúar 2010

Mættir Sigurjón B, Sigurjón H, Bragi Guðmundsson, Grétar Guðmundsson, Ragna Magnúsdóttir, Borghildur Kristinsdóttir og Hulda Brynjólfsdóttir.

Sigurjón B. setti fund og bauð fólk velkomið.

 1. Skýrsla um úttekt á rekstri fræðslustofnana í Rangárþingi ytra lögð fyrir og skoðuð.
  Mikil ánægja með skýrsluna og hvergi hægt að sjá að fundið sé að rekstri Laugalandsskóla.
  Nokkrir þættir skoðaðir sérstaklega og ræddir en niðurstaðan er að Laugalandsskóli sé, að mati
  skýrslunnar, vel rekinn og þar sé gott starf unnið með traust og öflugt foreldrasamfélag á bak við sig. Fundarmenn lýstu yfir mikilli ánægju með niðurstöðu skýrslunnar fyrir hönd Laugalandsskóla.
 2. Fjárhagsáætlun skólans fyrir 2010.
  Reynt hefur verið að skera frekar niður kostnað við tölvu- og tækjakaup en við hluti sem koma niður á nemendum.
  Þó var tekin af Reykjaferð nemenda í 7. og 8. bekk og kostnaður við hana sparaður sem er mikill. Svo hittist á að gestakennari frá Minnesota kemur í sömu viku og ferðin var fyrirhuguð og því heppilegt í rauninni að nemendur skuli vera á staðnum og ekki missa af þessari einstöku heimsókn.
  Farið lauslega yfir nokkra þætti fjárhagsáætlunarinnar og skoðaðir staðir þar sem einhver munur er á áætlun og niðurstöðum kostnaðar.
  Tölvukostnaður verður lækkaður með því að ekki eru fyrirhuguð nein kaup á tölvubúnaði. Nýlega voru fest kaup á tölvum og búnaði tengdum þeim og því ætti ekki að vera þörf á nýjungum þar alveg á næstunni.
 3. Önnur mál.
  Umræður um húsaleigu í Giljatanganum og á Laugalandi. Fundarmönnum þótti húsaleigan of há, sérstaklega í ljósi þess að leiga á húsnæði er alls staðar að lækka á landinu.

Þeir sem gerðu skýrsluna munu væntanlega koma og gera grein fyrir skýrslunni.
Nefndin mun svo ákveða hvernig hún vinnur með hana.

Fundi slitið
Hulda Brynjólfsdóttir

css.php