Fréttir

Fundur hjá skólaráði haldinn á Laugalandi þriðjudaginn 8. mars 2011.

Mættir eru Sigurjón Bjarnason, Bragi Guðmundsson, Borghildur Kristinsdóttir, Ásta Kristjana Guðjónsdóttir, Sigurjón Hjaltason og Hulda Brynjólfsdóttir. Fulltrúar nemenda komust ekki á fundinn.

Sigurjón setti fund og bauð fólk velkomið.

 1. Sjálfsmat skólans.
  a. skýrsla um aðbúnað sem könnun var gerð um að vetri 2010 skoðuð og farið yfir helstu niðurstöður.
  b. sömuleiðis var skýrsla um líðnakönnun sem gerð var í október 2010 skoðuðu og farið yfir helstu niðurstöður.
  c. Framhaldið nefnt lítillega. Ein könnun framundan og síðan verða plön lögð fyrir næstu 3 eða 5 árin.
 2. Valgreinar í 8. 9. og 10. bekk næsta skólaár.
  a. farið yfir hvaðga greinar verða í boði í valinu skólaárið 2011-2012.
  b. nokkuð hefðbundið, en þó nýjar greinar í boði líka, t.d. rafmagnsfræði.
 3. Hugmyndir að sparnaði skólaárið 2011-2012 kynntar.
  Lagt var fram hugmynd um að stytta skólaárið um tvær vikur, eina að hausti og eina að vori. Nemendum verður bættur missirinn með fleiri kennslustundum sem nemur um 2 á viku. Verður það þannig í 26 vikur en dettur síðan í þann kennslustundafjölda sem nú er.
  Við þetta sparast t.d. akstur sem er stór kostanaðarliður, ræsting og rekstur eldhúss í tvær vikur.
  Fundarmenn lýstu yfir ánægju með hugmyndirnar og nokkur umræða skapaðist um þessi mál.
 4. Önnur mál: Samræmdu prófin rædd, en þau eru nokkuð snemma næsta haust.

Fundi slitið 17:08
Hulda Brynj.

css.php