Mættir eru Sigurjón Bjarnason, Bragi Guðmundsson, Borghildur Kristinsdóttir, Ásta Kristjana Guðjónsdóttir, Sigurjón Hjaltason og Hulda Brynjólfsdóttir. Fulltrúar nemenda komust ekki á fundinn.
Sigurjón setti fund og bauð fólk velkomið.
- Sjálfsmat skólans.
a. skýrsla um aðbúnað sem könnun var gerð um að vetri 2010 skoðuð og farið yfir helstu niðurstöður.
b. sömuleiðis var skýrsla um líðnakönnun sem gerð var í október 2010 skoðuðu og farið yfir helstu niðurstöður.
c. Framhaldið nefnt lítillega. Ein könnun framundan og síðan verða plön lögð fyrir næstu 3 eða 5 árin. - Valgreinar í 8. 9. og 10. bekk næsta skólaár.
a. farið yfir hvaðga greinar verða í boði í valinu skólaárið 2011-2012.
b. nokkuð hefðbundið, en þó nýjar greinar í boði líka, t.d. rafmagnsfræði. - Hugmyndir að sparnaði skólaárið 2011-2012 kynntar.
Lagt var fram hugmynd um að stytta skólaárið um tvær vikur, eina að hausti og eina að vori. Nemendum verður bættur missirinn með fleiri kennslustundum sem nemur um 2 á viku. Verður það þannig í 26 vikur en dettur síðan í þann kennslustundafjölda sem nú er.
Við þetta sparast t.d. akstur sem er stór kostanaðarliður, ræsting og rekstur eldhúss í tvær vikur.
Fundarmenn lýstu yfir ánægju með hugmyndirnar og nokkur umræða skapaðist um þessi mál. - Önnur mál: Samræmdu prófin rædd, en þau eru nokkuð snemma næsta haust.
Fundi slitið 17:08
Hulda Brynj.