Fréttir

Fundur í skólaráði 29. okt 2013 – Fundargerð

Skólaráðsfundur í Laugalandsskóla

Fundarstaður: Fundarsalur grunnskólans

Fundartími: Þriðjudagurinn 29. október kl 15:30

Mættir: Sigurjón Bjarnason skólastjóri, Guðni Sighvatsson og Ragna Magnúsdóttir fulltrúar kennara, Bragi Guðmundsson fulltrúi starfsfólks grunnskólans, Katrín Sigurðardóttir og Guðrún Lára Sveinsdóttir fulltrúar foreldra, Margrét Heiða Stefánsdóttir og Sigrún Birna Pétursdóttir fulltrúar nemenda og Borghildur Kristinsdóttir fulltrúi grenndarsamfélags.

Dagskrá

1.         Skólalykill 2013-2014. Sigurjón fór yfir skólalykilinn sem kominn er út. Óbreyttur að mestu en hann vakti sérstaklega athygli fundarins á nýjum kafla sem er samstarf heimila og skóla og upplýsingamiðlun. Margrét Heiða vakti athygli á því að óskir nemenda eru á þá leið að sem flestir fái tækifæri á því að hafa mynd frá sér framan á skólalyklinum og Ragna svaraði því til að myndirnar séu valdar án tillits til þess hverjir gera þær.

 

2.         Starfsmannahandbókin 2013. Starfsmannahandbókin er nú gefin út án ártals og er það sökum þess að fáar breytingar eru gerðar milli ára og ekki talin þörf á að gefa hana út árlega.

 

3.         Myndirnar í Laugalandsskóla. Sigurjón kynnti rit sem Stefán Erlendsson tók saman um þau listaverk sem staðsett eru í húsnæði grunnskólans. Skólaráð þakkar Stefáni Erlendssyni kærlega fyrir þessa gjöf sem hann færir skólanum.

 

4.         Heimasíða skólans. Sigurjón fór yfir skipulag heimasíðunnar. Heimasíðan er nú fjölbreytt og uppfærð reglulega.

 

5.         Drög að fjárhagsáætlun 2014. Sigurjón kynnti drög að fjárhagsáætlun og fór yfir einstaka liði. Skólaráðið er sátt við fjárhagsáætlun ársins 2014.

 

6.         Önnur mál.

 

6a) Sund og íþróttafatnaður. Guðrún Lára ræddi um notkun á sundfötum. Skólaráð ræddi t.d. notkun á bikini sundfötum í stað hefðbundinna sundbola eða íþróttatoppa. Skólaráð er samþykkt því að hvetja til þess að nota hefðbundin sund- og íþróttaföt.

 

6b) Tímasetningar á viðburðum.

Fulltrúi foreldra ræddi það hvort hægt væri að  breyta tíma á nokkrum viðburðir á vegum skólans s.s. föndurdegi og litlu jólunum, en þeir eru stundum á óheppilegum tímum fyrir foreldra sem þurfa frí frá vinnu.

Varðandi föndurdag þá kom Guðrún Lára fram með ósk um að foreldrar gætu komið fyrr um morguninn og að þeir hefðu einnig sveigjanlegri viðveru,   þ.e. þyrftu ekki að vera allan tímann.  Varðandi litlu jólin kom einnig fram sú hugmynd um að byrja dagskrána fyrr um morguninn og  vera þá búin fyrr. Sigurjón taldi að það væri vel framkvæmdarlegt. Ekki var hljómgrunnur meðal kennara og nemenda að byrja dagsskrá litlu jólanna seinna að degi til, eða eftir hádegi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 17:00

css.php