Fundur í skólaráði haldinn 10. nóvember 2009
Mættir eru Sigurjón Bjarnason, Sigurjón Hjaltason, Grétar Guðmundsson, Hulda Brynjólfsdóttir, Ragna Magnúsdóttir, Bragi Guðmundsson og Kristrún Steingrímsdóttir sem fulltrúi nemenda.
- 1. Skólalykillinn: umbrot og vinnsla er orðin aðgengilegri og ætti að vera til vinnuhagræðis í framtíðinni. Núverandi útlit mun væntanlega halda sér.
Nokkrir viðburðir í skóladagatali ræddir. - Starfsmannahandbók: starfsfólk skólans og þeir sem koma að stjórn skólans, s.s. skólaráð og sveitarstjórn fá þessa bók í hendur. Annars er hún aðgengileg á netinu (heimasíðu skólans) en ekki gefin út að öðru leyti.
Handbókinni flett og fjallað um helstu atriði. - Drög að fjárhagsáætlun 2010: farið yfir áætlunina. Sveitarfélög hvöttu skólastjórnendur til að gæta hófs en hafa ekki verið harðir á niðurskurðarhnífnum að öru leyti. Einhver hækkun er óhjákvæmileg en þó er hækkunin á milli áranna 2009 og 2010 ekki mikil skv. áætluninni.
- Innra matið: farið lauslega yfir ferlið á innra matinu og niðurstöður líðankönnunar meðal starfsfólks lögð fyrir og skoðaðar.
- Önnur mál: Ekkert tekið fyrir.
Fundi slitið
Hulda Brynjólfsdóttir