Fréttir

Fundur í skólaráði haldinn 11. október 2011.

Mættir eru Sigurjón Bjarnason, Sigurjón Hjaltason, Grétar Guðmundsson, Regula Rudin, Hulda Brynjólfsdóttir, Borghildur Kristinsdóttir og Ásta Guðjónsdóttir.

Sigurjón setti fund og bauð fólk velkomið. Bragi er forfallaður og er Regúla í hans stað. Auk þess eru fulltrúar nemenda forfallaðir, þær Sunneva Eik Hjaltested og Kristjana Rós Kristjánsdóttir.

 1. Skólalykill kynntur í þynnra broti en áður. Hann er nú skreyttur myndum sem teiknaðar eru af nemendum. Skólalykillinn er hefðbundinn, nema kennsluáætlanirnar vantar, þar sem þær eru að finna á heimasíðu skólans. Með því að sleppa því að prenta þær líka í skólalykilinn sparast pappír.
  Lykillinn þótti góður að mati viðstaddra og var ánægja með sparnaðinn.
 2. Starfsmannahandbók. Hlutverk sérkennara hefur verið sett inn (bls.6) og fellur undir stoðþjónustu í skipuriti skólans.
  Í starfsmannahandbók er að finna allt sem viðkemur starfi fólks innan skólans ásamt gagnlegum upplýsingum fyrir það.
  Sjálfsmatið er þarna að finna og á að leggja könnun um líðan og tengsl skóla og samfélags fyrir í vetur.
  Fyrirhugað er að gera heildarmat fyrir skólana oftar en verið hefur og þá á fimm ára fresti.
  Fundarmönnum sýndist starfsmannahandbókin góð.
 3. Fjárhagsáætlun. Drög lögð fyrir fundinn og farið yfir þau. Einstakir þættir ræddir lauslega og velt fyrir sér mögulegum sparnaði. Ýmsar hækkanir útskýrðar sömuleiðis, ásamt því að segja frá fyrirhuguðum fjárfestingum. Tölvuvæðing, skjávarpi og tölva, auk nettenginga í kennslustofur er fyrirhuguð.Sagt frá forgangsröðun í viðhaldi fasteigna. En hugmynd er að girða af portið milli bygginga norðan við skólann til að byggja þar upp aðstöðu fyrir útikennslu, svo sem fyrir gróðurhús og/eða gróðurreiti. Nemendur gætu tekið þátt í að byggja svæðið upp, t.d. slegið upp grunni fyrir gróðurhúsi með smíðakennslunni í vali.
  Fundarmönnum leist vel á hugmyndina og lýstu yfir stuðningi við hana.
 4. Önnur mál. Ekkert tekið fyrir.
 5. Fundi slitið 16:55.

Hulda Brynj.

css.php