Fréttir

Garpur færir nemendum buff

Friðgerður Guðnadóttir fulltrúi Íþróttafélagsins Garps,  kom í Laugalandsskóla 28. apríl sl. og færði nemendum skólans og elsta árgangi leikskólans buff merkt Garpi.

Fram kom í máli viðkomandi Friðgerðar að fulltrúar í stjórn Garps séu virkilega ánægðir með hve nemendur eru duglegir að mæta á æfingar og keppa á mótum og halda þannig á lofti merki Garps. Ástundun og elja skilaði Garpi á síðasta ári þriðja sæti í heildar stigakeppni HSK, eða alls 117,5 stigum sem er glæsilegur árangur.
Með þessari gjöf vill stjórn Garps hvetja krakkana til dáða. Íþróttaiðkun er góð heilsuefling og dýrmæt til framtíðar.
Krakkarnir voru hvattir til að koma með hugmyndir til stjórnar félagsins um hvað eina sem þeim dettur í hug er varðar félagstarfið eða æfingarnar.

Áfram Garpur!

DSCF1395-kroppuð

 

css.php