Gréta Ingþórsdóttir formaður styrktarfélags krabbameinssjúkra barna kom í heimsókn í skólann í dag og tók á móti 137.000 króna gjöf nemenda til félagsins. Um var að ræða peninga sem söfnuðust á aukasýningunni á Harry Potter í byrjun apríl, en nemendur höfðu tekið sameiginlega ákvörðun um að í stað þess að hafa aðgangseyri væri fólki boðið að styrkja þetta góða málefni með frjálsum framlögum.
- Almennt
- Starfsmenn
- Nemendur
- Fréttir
- Annað