Fréttir

Heimsókn frá Boston

 

Við fengum ánægjulega heimsókn frá skólastjórnendum og fræðslustjórum frá Boston Massachusetts. Gestirnir komu hingað á vegum Menntamálastofnunar Íslands og systurstofnun hennar í Boston til að kynna sér dæmigerðan skóladag í lífi nemenda á Íslandi, náms- og kennslufyrirkomulag og síðast en ekki síst þá aðstöðu sem íslenskir nemendur búa við. Laugalandsskóli varð fyrir valinu vegna þess að hér þykir vera vel búið að nemendum. Hér eru einnig vel menntaðir kennarar með dýrmæta reynslu samkvæmt upplýsingum sem gestirnir höfðu fengið frá Menntamálastofnun.

Gestunum var skipt fjóra hópa og fóru Baldur Steindórsson, Gísella Hannesdóttir, Hákon Snær Hjaltested og Kristinn Þorbergsson, nemendur í 10. bekk, fyrir hópunum og sögðu frá og útskýrðu fyrirkomulag skólastarfsins á Laugalandi. Þau gerðu það með stakri prýði. Hér má sjá gestina ásamt hópstjórunum. Gestirnir höfðu á orði að þetta hafi verið hápunktur ferðarinnar hjá þeim.

IMG_2995 IMG_2994 IMG_2992 IMG_2981 IMG_2976

css.php