Fréttir

Innkaupalistar árganga eru komnir inn

Nú er heldur betur farið að hitna í kolunum!

Starfsfólk skólans er í óða önn að undirbúa komu krakkanna og heima er undirbúningurinn klárlega á fullu líka!

8 nemendur hefja skólagöngu sína í grunnskóla nú í haust en alls eru 73 nemendur skráðir til leiks þetta skólaárið!

Innkaupalistar eru komnir inn fyrir alla árganga en þá má finna með því að bregða mús (eða fingri) yfir flokkinn Nemendur hér uppi í hægra horninu og velja viðeigandi bekk.

Við hlökkum til þess að hitta ykkur öll!

Starfsfólk

css.php