Fréttir

Íþróttahátíð

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í 8.-10. bekk

Vegna veðurs var íþróttahátíðinni sem vera átti fimmtudagskvöldið 1. nóvember sl. frestað. Ákveðið hefur verið að halda hátíðina miðvikudaginn 7. nóvember nk.
Þessi hátíð hefur verið fastur liður í félagslífi nemenda 8., 9. og 10. bekkjar í Laugalandsskóla, Hvolsskóla og Grunnskólanum á Hellu.
Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða keppni milli skólanna í ákveðnum íþróttagreinum en sá skóli sem heldur hátíðina fær að velja keppnisgreinar.
Að keppni lokinni verður diskótek þar sem nemendur dansa og spjalla saman.
Íþróttahátíðin hefst kl. 19:00 og henni lýkur kl. 22:00.
Skólabílar aka á Hvolsvöll og fer keppnislið Laugalandsskóla með Árna skólabílstjóra kl. 18:00 frá Laugalandi en Þórdís tekur hinn hópinn og leggur af stað kl. 18:30 frá Laugalandi. Foreldrar þurfa því að aka börnum sínum á Laugaland. Eins og áður geta nemendur komið í bílinn á Landvegamótum en gott væri að láta Kolbrúnu eða Guðna vita ef svo er. Þau fylgja hópnum á hátíðina.
Skólabílarnir aka svo börnunum til baka á Laugaland strax að lokinni hátíð og þeir sem vilja láta sækja sig á Landvegamót eða afleggjara heim þurfa að tryggja það að bíll sé kominn á staðinn þegar skólabíllinn kemur að.
Kær kveðja,
Skólastjóri

css.php