Fréttir

Jólakortagerð hjá Ingveldi

Nú á aðventu hafa krakkarnir í 1. og 2. bekk fengið heimboð frá kennaranum sínum. Í boðinu hafa verið snæddar piparkökur, drukkinn safi, dekrað við hunda en síðast en ekki síst voru gerð jólakort eftir kúnstarinnar reglum. Krakkarnir komu í þremur hópum á dagskólatíma og öll nutu  þau stundarinnar.

Reyndar fengu 6. og 7. bekkingar líka að líta inn, í einum myndmenntartímanum sínum með Eyrúnu og nutu þau þá þess að sinna handavinnu og jólakortagerð í notalegu umhverfi við kertaljós og jólalög.

img_0685 img_0687 img_0684

css.php