Árleg hefð við skólann er að 6. bekkur býr til jólapóstkassa fyrir jólakortin sem nemendur og starfsfólk skólans senda innan skólans. Björg hefur aðstoðað nemendurna og í ár ákváðu þau að hafa snjókarl. Póstkassinn mun standa uppi þangað til degi fyrir litlu jól þegar að 9. bekkurinn tekur að sér að flokka póstinn og lauma góðgæti í pokana hjá nemendum.