Kósíkvöld í Laugalandsskóla .
Síðastliðið mánudagskvöld héldu nemendur í tónlistar- og söngvali skólans kósíkvöld fyrir sig og sína nánustu með kennaranum sínum Stefáni Þorleifssyni.
Nemendur buðu upp á skemmtilegan tónlistarflutning þar sem hver nemandi söng og eða spilaði á hljóðfæri ýmist einn eða með öðrum.
Í hléinu var gestum og þátttakendum boðið upp á kökuhlaðborð þar sem borðin svignuðu undan krásunum.
Kósíkvöldin eru uppskeruhátíð tónlistarvalsins og eins og einn þátttakandinn sagði; „þetta var sannarlega kósíkvöld“.
Hjálagt eru nokkrar myndir frá kvöldinu