Fréttir

Kvenfélagið Framtíðin í Ásahreppi afhjúpar merki félagsins.

Kvenfélagið Framtíðin í Ásahreppi fór þess á leit við nemendur skólans að þeir aðstoðuðu kvenfélagið við að hanna merki kvenfélagsins. Kvenfélagið Framtíðin  var stofnað árið 1962 og ákveðið var að það fengi sér merki. Nemendur skólans tóku þessari beiðni mjög vel og nokkrar hugmyndir bárust kvenfélaginu sem fékk síðan Heklu Hermundsdóttur til þess að hanna merkið og vinna upp úr þeim hugmyndum sem því hafði borist. Nú á nýju ári var svo merkið fullunnið og við það tækifæri komu fulltrúar kvenfélagsins í heimsókn og þökkuðu nemendum skólans og skólastjórnendum fyrir þeirra framlag. Þær  sýndu nýjan fána kvenfélagsins sem skartaði merkinu og færðu auk þess skólanum þakklætisvott fyrir gott samstarfIMG_2498

css.php