Kæru foreldrar og forráðamenn.
Föstudaginn 8. apríl kl. 12:15 – 13:00 verður kvikmyndasýning á verkum nemenda Laugalandsskóla sem þau hafa verið að vinna að með Matt og Eric gestakennurum frá Norður Dakota.
Við frumsýningu ganga leikendur að sjálfsögðu á rauða dreglinum fyrir sýningu.
Þetta er í sjöunda sinn sem við fáum gestakennara til okkar frá Norður Dakóta en heimsóknin er liður í samstarfsverkefni menntayfirvalda þar og Laugalandsskóla.
Verið öll hjartanlega velkomin.