Fréttir

Laugaland 1936 – 2017

„Laugaland 1936 til 2017“ er titill á mynddiskum sem segja sögu Laugalands í máli og myndum. Olgeir Engilbertsson, bóndi í Nefsholti og fyrrum húsvörður Laugalandsskóla tók efnið saman.  Hann hefur gefið skólanum og bókasafninu diska svo nemendur og kennarar geti fræðst um sögu Laugalands á  merkum tímamótum, en skólinn er nú á sínu  60. starfsári.

Allar myndir og kvikmyndir eru teknar af Olgeiri sem einnig sá um samsetningu, klippingu og hljóðsetningu , en hann er jafnframt þulur.

Í myndinni koma svo skemmtilega  fram  allar breytingar á umhverfi Laugalands frá 1936 til 2017. Diskarnir eru tveir, samtals 150 mínútur.

Við þökkum Olgeiri  Engilbertssyni  fyrir þessa höfðinglegu gjöf og ekki síður þá elju og dugnað sem hann hefur lagt í verkið til að bjarga frá gleymsku ýmsum fróðleik um sögu staðarins.

IMG_1394

css.php