Fréttir

Leikhúsferð nemenda í 6. – 10. bekk

Fyrirhuguð er ,,leikhúsferð með meiru“ föstudaginn 15. febrúar næstkomandi. Strax að loknum skóladegi verður boðið upp á hressingu í skólanum, spilað og farið í leiki. Síðan verður lagt af stað frá Laugalandi kl. 16:30 og haldið í Keiluhöllina í Egilshöll. Þar verður leikin keila á nokkrum brautum milli 18:00-19:00 og snæddur kvöldverður á eftir – pizza og gos. Kostnaður á hvern nemanda er kr. 1.950.-. Þaðan verður farið í Þjóðleikhúsið á leikritið Með fulla vasa af grjóti. Sýningin hefst kl. 20:30 og stendur til kl. 23:00. Miðaverð er kr. 2.600.-.

Heildarkostnaður er kr. 4.550.-

Snyrtilegur klæðnaður er áskilinn.

Áætluð heimkoma að Laugalandi er kl. 24:15

Bestu kveðjur, skólastjóri

Greiðsla  kr. 4.550 berist til skólastjóra í síðasta lagi föstudaginn 8. febrúar.

css.php