Á mánudaginn kom til okkar hún Edda Antonsdóttir og hélt fræðsluerindi um hlutverk og ábyrgð foreldra í lestrarnámi barna sinna.
Fundurinn var nokkuð vel sóttur og margt gott og gagnlegt kom fram hjá Eddu og í umræðum í lokin.
Nú á vorönn munum við hér í skólanum leggja mikla áherslu á lestrarþjálfun í 1. – 10. bekk þar sem megin viðfangsefnið verður að auka og bæta lestrarhraða og lesskilning. Fyrirlesturinn var upphafspunktur þessa átaks og vonumst við til að árangurinn láti ekki á sér standa og skila sér í auknum lestraráhuga barna sem fullorðinna áheyranda!
Hér á Lesvefnum má finna eitt og annað gagnlegt um lestur t.d. bókalista fyrir yngstu börnin og sitthvað fleira.