Fréttir

Listahátíð á Hellu

Miðvikudaginn 30. janúar var hin árlega listahátíð unglingastigs haldin á Hellu. Skólarnir sem taka þátt eru Hvolsskóli, Grunnskólinn Hellu og Laugalandsskóli. Boðið var upp á nokkrar mismunandi stöðvar og fundu allir eitthvað við sitt hæfi. Má þar nefna leiklist, söng, myndlist, myndbandagerð, skapandi skrif, myndamaraþon og jóga. Í lok dags var afrakstur vinnunnar sýndur, þar sem það átti við. Þá var öllum boðið upp á kaffi og nemendur frá hverjum skóla sýndu skemmtiatriði. Fyrir okkar hönd fluttu þau Gísella, Árbjörg Sunna, Þóra Björg og Baldur lag sem þau gerðu af miklum glæsibrag.

Listahátíð

css.php