Fréttir

Listahátíð

Fimmtudaginn 6. feb. sl. var haldin listahátíð á Hvolsvelli fyrir unglinga úr Hvolsskóla, Grunnskólanum Hellu og Laugalandsskóla kl. 13:30-19:30.  Hátíðin byrjaði á því að nemendur tóku þátt í tveimur listasmiðjum.  Þeir gátu valið um tónlistasmiðju, grímugerð, matargerð, flippað og flott (myndlist) og skartgripagerð.  Hver smiðja tók einn og hálfan tíma.  Skemmst er frá því að segja að krakkarnir voru mjög ánægðir með smiðjurnar og kom margt skemmtilegt út úr þeirri vinnu.

Eftir að smiðjuvinnunni lauk var skemmtidagskrá, þar sem hver skóli kom með sín atriði.  Stóðu sig allir ljómandi vel og var þetta hin besta skemmtun.  Nemendur úr Laugalandsskóla fluttu tvö lög og tókst flutningur þeirra mjög vel.

Listahátíðinni lauk svo með pizzuveislu og balli.

Allir komu heim með bros á vör eftir ánægjulegan dag.

IMG_4829      IMG_4761IMG_4710      IMG_4715

css.php