Listahátíð sem Laugalandsskóli, Grunnskólinn á Hellu og Grunnskólinn á Hvolsvelli héldu saman tókst mjög vel. Það var boðið upp á fimm stöðvar; zumba, ullarþæfingu, pappíssföndur, tónlist og söng og félagsvist eins og sjá má af myndunum hér fyrir neðan skemmtu ungmennin sér vel.
Að loknu góðu kaffi var hver skóli með söngatriði. Það er alveg ljóst að Rangæingar hafa á að skipa efnilegum listamönnum ef litið er til framtíðar.