Fréttir

Litlu jólin

Föstudaginn 19. desember höldum við okkar hefðbundnu litlu jól frá kl. 09:30-12:20. Þá bjóðum við öllum að koma og sjá leikrit, söngva og annað sem við höfum æft og gleðjumst saman. Að venju aka skólabílar nemendum til og frá skóla.
Kl. 09:40-10:30 verða nemendur í stofum sínum með umsjónarkennurum og skiptast á jólakortum og fá einkunnir.
Kl. 10:40 mæta foreldrar og aðstandendur því þá hefst jóla- og skemmtidagskrá nemenda.
Frá kl. 11:40-12:20 verður dansað í kringum jólatréð og jólafrí hefst svo að loknum litlu-jólunum.

 

css.php