Fréttir

Lykilhæfni í 4. og 5. bekk

IMG_3221

Nemendur í 4. og 5. bekk eru í vetur vikulega í kennslustund sem heitir Lykilhæfni. Í tímanum er lögð áhersla á hæfni nemenda til sjálfsþekkingar, sjálfstæðis, ábyrgðar og samstarfs við aðra.

 

Í byrjun vinnum við með hugtakið jákvæður leiðtogi. Nemendur ígrunda hvað einkennir jákvæða leiðtoga (þeir hvetja t.d. fólk áfram, hjálpa, hrósa og styðja aðra) og hvað einkennir neikvæða leiðtoga (hugsa eingöngu um eigin hag, sína ekki umburðarlyndi, særa aðra o.s.frv.). Nemendur læra að greina slíka hegðun og setja sér markmið um það hvernig leiðtogar þau vilja vera. Þá ræðum við hvaða ávinning það getur fært okkur sjálfum og öðrum, ef við sýnum af okkur jákvæða leiðtogahæfni.

css.php