27. nóvember 2020

Málmsmíðaval

Í skapandi greinum sem er einn af áhersluþáttum í nýju aðalnámskránni er leitast við að  nemendur öðlist sem dýpstan skilning á þeim fyirbærum sem þeir fást við í námi sínu mikil áhersla er lögð  á verklega færni og frumkvöðlanám þar sem hvatt er til frumkvæðis og sjálfstæðis í vinnubrögðum.

Það erum við að vinna að í málmsmíðavalinu í Laugalandsskóla. Málmsmíði hefur verið valgrein í yfir 15 ár í skólanum og hefur Guðmundur Ingi Bragason frá Vindási, kennt mörgum högum nemendum að smíða úr járni.

Í haust hafa fjórir knáir sveinar stundað námið og hafa smíðagripirnir verið af ýmsum toga; gjallhamrar, búkkar undir bíla, göngustarfir fyrir smalamensku og það nýjasta sem komst á “götuna” var þetta forláta þríhjól með miklu og góðu stýri og  lúxus bílsæti þar sem ökumaðurinn getur notið ferðarinnar í notalegheitum.

Hér sjáum við tvo af félögunum, þá Gabríel Mána Steinarsson og svo hjólasmiðinn Daníel Óskar Vignisson reyna hjólafákinn. Allur hópurinn er síðan í göllunum tilbúnir í tímann.

Allir frá vinstri Daníel, Vikar R. Víðisson, Gabríel og Sumarliði Erlendsson.

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR