Til foreldra og forráðamanna nemenda í Laugalandsskóla
Miðvikudaginn 31. október heldur mennta- og menningarmálaráðuneytið í samstarfi við Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga málþing um grunnþætti menntunar sem kynntir eru í nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og innleiðingu þeirra í skólastarf.
Fyrirhugað er að kennarar við Laugalandsskóla ásamt kennurum í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum á Suðurlandi komi saman í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og hlusti á erindi og kveikjur á málþinginu sem send verða út samtímis á vef og taki síðan þátt í málstofum sem skipulagðar hafa verið til að ræða þetta mikilvæga efni.
Af þessu tilefni verður nemendum gefið frí í skólanum frá og með hádegi miðvikudaginn 31. október.
Skólabílarnar aka frá skólanum kl. 12:00.
Með kveðju,
skólastjóri