Fréttir

Margt er sér til gamans gert

Þessi vika hefur verið fjölbreytt hjá okkur í skólanum. Nemendur í 6. – 10. bekk fóru að sjá leikritið Beint í æð eftir Ray Cooney  sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Áður en sýningin hófst fékk hópurinn fróðlega kynningarferð í hinar ýmsu deildir leikhússins. Það má því segja að í ferðinni sameinuðum við bæði skemmtun og fróðleik.

Í dag fimmtudag þjófstörtuðum við þorra og héldum okkar árlega þorrablót, þar sem Þorraþrællinn var sunginn og veitt voru verðlaun fyrir besta og skondnasta vísubotninn hjá nemendunum, en við gerum vísubotnaleiknum góð skil í næsta Staf.

 

IMG_1701IMG_1705IMG_1690

 

 

css.php