Fréttir

Myndmennt í 1. – 2. bekk

Í myndmennt vinnum við  með listsköpun þar sem hugmyndum er fundinn farvegur. Í nóvember vann 1. og 2. bekkur þetta skemmtilega loftbelgjaverkefni. Áhersla var á að efla fínhreyfingar í gegnum klippivinnu og frjálsa listsköpun með skreytingu loftbelgsins. Allir fengu úthlutaða mynd af sjálfum sér sem þau þurftu að klippa út, plastmál, rör, pappír, og blöðru sem þau áttu að skreyta eftir eigin höfði. Í lok dagsins litu 11 fallegir loftbelgir dagsins ljós eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan þar sem þau standa stolt með verkin sín ásamt kennara og leiðbeinanda.

IMG_3041 (2)

css.php