Í myndmenntatíma hjá 5. – 7. bekk voru nemendur önnum kafnir við að búa til nokkurskonar “boltafangara“ úr plastflöskum, þá er band sett í hnykil og sá sem heldur á leikfanginu á síðan að reyna koma hnyklinum ofan í opið á flöskunni. Eins og sjá má á myndunum þá er mikil vinna lögð í verkið. Endurvinnsla er orðin stærri þáttur í efnisöflun við myndmenntakennslu.