Fréttir

Námskynning

Til foreldra og forráðamanna nemenda í 9. og 10. bekk

Miðvikudagskvöldið 27. febrúar koma fulltrúar frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans á Laugarvatni og kynna skólana fyrir nemendum í 9. og 10. bekk og foreldrum/forráðamönnum þeirra. Kynningin verður frá 20:00 – 22:00 í matsal skólans.

Foreldrar/forráðamenn og nemendur eru hvattir til að mæta og kynna sér hvað skólarnir hafa upp á að bjóða og bera upp spurningar s.s. varðandi kostnað, námsframlag, þjónustu og fleira. Fulltrúar nemendafélaganna í hvorum skóla verða jafnframt með kynningu á félagslífi skólanna.

Kær kveðja,

Skólastjóri

css.php