Í 1. og 2. bekk eru nemendur að læra um umhverfi sitt. Hluti af því námi er að skoða gróður og plöntur. Mikill áhugi var hjá nemendum í síðustu viku þegar þau skoðuðu mismunandi fræ. Allir fengu að velja sér nokkur fræ til þess að setja á tilraunadisk en hugmyndin er að fylgjast með fræjunum spýra og jafnvel rækta upp nokkrar plöntur í framhaldi. Á myndunum má sjá hluta nemenda skoða fræin.
- Almennt
- Starfsmenn
- Nemendur
- Fréttir
- Annað