Hér má sjá elstu nemendur leikskólans í heimsókn í dagskóla þar sem nemendur 1. – 4. bekkjar eru við leik og störf eftir almenna kennslu.
Þá eru ýmis verkefni í boði sem bæði þroska hug og hönd s.s. að perla og lita eins og sést hér á sumum myndunum.
Þá er aldeilis ekki slæmt að eiga eldri bróður eða systur í hópnum sem er liðtæk/ur að rétta hjálparhönd eða vera andlegur stuðningur.