Fréttir

Nemendur ljúka samræmdu prófunum.

Samræmdu prófunum í Laugalandsskóla lauk í dag. 4. og 7. bekkur þreyttu próf í stærðfræði en nemendur tóku  íslenskuprófið í gær. 10. bekkur reið á vaðið í byrjun vikunnar og tók samræmd próf í ensku, íslensku og stærðfræði þrjá fyrstu daga vikunnar.

Samræmdu prófin eru tekin á sama tíma um land allt og búast má við niðurstöðum þeirra seinnihluta nóvember eða í byrjun desember. Mikill undirbúningur var að baki hjá hópunum og voru þau fegin þegar prófunum var lokið.  Hér má sjá mynd af einbeittum 4. bekk að þreyta stærðfræðiprófið í morgun og svo má sjá Sigrúnu og Margréti Heiðu einbeittar í prófi.

 

IMG_1031  IMG_1028

css.php