Niðurstöður PISA – könnunar í skólunum í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
Í ljósi mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum fyrr í vetur um niðurstöður PISA-könnunarinnar 2015 í grunnskólum, versnandi útkomu íslenskra nemenda og þá sérstaklega nemenda á landsbyggðinni, er gaman að geta sagt frá stórbættum árangri nemenda skólanna fimm í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Laugalandsskóla, Grunnskólans á Hellu, Hvolsskóla, Víkurskóla og Kirkjubæjarskóla.
PISA – rannsóknin er alþjóðleg rannsókn sem framkvæmd er á þriggja ára fresti og metur breytingar á frammistöðu nemenda og stöðu þeirra við lok skyldunáms.
Vegna smæðar skólanna okkar birtir Menntamálastofnun ekki útkomu einstakra skóla heldur alls svæðisins í heild, sem kom mjög vel út og var um umtalsverða hækkun í öllum þremur greinum könnunarinnar að ræða frá árinu 2012. Árangurinn var jafnframt bæði yfir landsmeðaltali og OECD – meðaltali í öllum greinum.
Af sömu ástæðu, þ.e. smæðar skólanna, eru niðurstöðurnar settar fram með nokkrum fyrirvörum um áreiðanleika og há vikmörk og verður að hafa hvorttveggja í huga við umfjöllun um þær.
Í eftirfarandi töflu er yfirlit yfir niðurstöður PISA – könnunarinnar árin 2012 og 2015 í skólunum fimm á þjónustusvæði skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu:
Læsi á náttúruvísindi 2012
Meðaltal læsis á náttúruvísindi í skólunum fimm | Öryggisbil frá
|
Öryggisbil til
|
Meðaltal fyrir
Ísland
|
Meðaltal fyrir OECD
|
451 | 432 | 471 | 478 | 498 |
Læsi á náttúruvísindi 2015
Meðaltal læsis á náttúruvísindi í skólunum fimm | Öryggisbil frá
|
Öryggisbil til
|
Meðaltal fyrir Ísland
|
Meðaltal fyrir OECD
|
503 | 474 | 531 | 473 | 493 |
Læsi á stærðfræði 2012
Meðaltal læsis á stærðfræði í skólunum fimm | Öryggisbil frá
|
Öryggisbil til
|
Meðaltal fyrir Ísland
|
Meðaltal fyrir OECD
|
474 | 456 | 491 | 493 | 494 |
Læsi á stærðfræði 2015
Meðaltal læsis á stærðfræði í skólunum fimm | Öryggisbil frá
|
Öryggisbil til
|
Meðaltal fyrir Ísland
|
Meðaltal fyrir OECD
|
505 | 476 | 535 | 488 | 490 |
Lesskilningur 2012
Meðaltal í lesskilningi í skólunum fimm | Öryggisbil frá
|
Öryggisbil til
|
Meðaltal fyrir Ísland
|
Meðaltal fyrir OECD
|
468 | 447 | 489 | 483 | 496 |
Lesskilningur 2015
Meðaltal í lesskilningi í skólunum fimm | Öryggisbil frá
|
Öryggisbil til
|
Meðaltal fyrir Ísland
|
Meðaltal fyrir OECD
|
510 | 476 | 543 | 482 | 493 |
Það er sannarlega ánægjulegt að geta sagt frá þessum góðu niðurstöðum og ekki síður fram-förunum sem við þökkum samstilltu átaki starfsfólks skólanna, foreldra og nemenda, en á undanförnum árum hefur í auknum mæli verið lögð áhersla á markvissa lestrar- og lesskilningsþjálfun í öllum bekkjum grunnskólanna.
Meðal annars hefur verið kallað eftir auknu samstafi og þátttöku foreldra og forráðamanna í lestrarþjálfun nemendanna. Einnig hafa verið teknar upp skimanir í lestri í ákveðnum bekkjum, þar sem markvisst er leitað að börnum með lestrarerfiðleika og síðan unnið út frá niðurstöðunum í skipulagningu kennslunnar.
Við fögnum þessum niðurstöðum, lítum á þær sem vísbendingu um að við séum á réttri leið og vonum sannarlega að þær verði hvatning til nemenda, foreldra og starfsfólks skóla til frekari dáða og áframhalds á þessari braut.