Fréttir

Norræna skólahlaupið 2013

Norræna skólahlaupið fer fram á haustdögum ár hvert og í ár var 28. skiptið sem íslenskir grunnskólanemendur taka þátt. Íslenskir skólar hafa jafnan staðið sig vel miðað við aðrar þjóðir og hér á landi taka  allt að því helmingur allra skóla þátt.

Laugalandsskóli tók að  sjálfssögðu þátt eins og undanfarin ár og hlupu nemendur Marteinstunguhringinn svokallaða sem er um 2,5 kílómetrar að lengd.  Þátttaka var mjög góð hjá nemendum og starfsliði sem hlupu í blíðskaparveðri.

Fyrstur í mark að þessu sinni var Kristinn Ásgeir Þorbergsson í 5. bekk  sem hljóp aðra nemendur af sér og fagnaði sigrinum vel og innilega.

Við látum myndirnar tala sínu máli.

danni og viktor Hildur sigurvegarinn stelpur

css.php