Fréttir

Notalegt spilakvöld hjá 7. -10. bekk

Fimmtudagskvöldið 29. nóvember kl. 20:00-22:00 verður nemendaráð Laugalandsskóla með notalegt spilakvöld fyrir 7.-10. bekk. Sælgætissala á staðnum og aðgangseyrir 300 krónur. Ætlunin er að hafa það notalegt saman og spila, spjalla, brosa, hlæja og skemmta sér. Nemendur eru hvattir til að koma í notalegum fötum og notalegu skapi….og vera notalegir hver við annan!

Höfum það gaman saman!

Kveðja frá nemendaráði

css.php