Fréttir

Nýsköpun í 4. og 5. bekk

Það er ýmislegt krufið til mergjar í nýsköpunarmenntinni. Við byrjuðum á að velta fyrir okkur hugtakinu „nýsköpun“ og hvað í því felst. Í framhaldinu fengu krakkarnir að láta hugann reika og hugsa sér hlut sem gæti verið sniðugt að búa til. Svo var hægt að flokka þessar uppfinningar eftir því hvort þær höfðu skemmtigildi eða notagildi.

Í framhaldinu höfum við skoðað uppfinningar eins og bílinn til dæmis. Farið var yfir helstu þætti í þróun bílsins frá upphafi til okkar tíma og fengu nemendur síðan það verkefni að búa til bíl úr LEGO kubbum. Síðan kynnti hver hópur sinn bíl. Í lokin var svo keppt í hraðakstri og hver komst lengst, og svo völdum við  frumlegasta bílinn og flottasta bílinn.

Hér fylgja myndir af bílunum.

20170920_133917 (1)20170920_133912 (2)

Raftæki skipa mikilvægan sess í lífi okkar. Síðasta kennslustund var helguð því að taka í sundur gömul og biluð raftæki, svo sem snjallsíma, tölvur og borðsíma. Verkefnið fólst í því að taka hlutinn í sundur og skoða hvað væri innan í honum. Síðan fengu nemendur að glíma við að koma hlutunum saman aftur, en það gekk ekki alveg eins vel.

20170927_124907 20170927_124950 20170927_125003

css.php