Fréttir

Öskudagsgleði í íþróttahúsinu

Föstudaginn 19. febrúar var slegið til öskudagsgleði í íþróttahúsinu.  Nemendur frá 1.-8. bekk komu saman og tóku þátt í ýmsum leikjum og gleði. Var meðal annars keppt í limbó, dansaður ásadans og svo var keppst við að slá köttinn úr tunnunni. Það voru Reynir Logi Þórainsson og Viljar Breki Víðisson sem náðu að slá niður tunnuna fyrir 1. – 4. bekk. Thelma Lind Árnadóttir sló svo köttinn úr tunnunni fyrir 5. – 8. bekk.

Að lokum voru veitt verðlaun fyrir bestu búningana en Viðar og Ingibjörg, starfsfólk skólans, sátu í skipunefnd. Fyrir 1. – 4. bekk hlaut Tinna Lind Brynjólfsdóttir verðlaun fyrir ógnvænlegasta búninginn, Þorgeir Óli Eiríksson var með frumlegasta búninginn og Aron Einar Ólafsson þótti vera með flottasta búninginn.

Í 5. – 8.  bekk var það Hulda Guðbjörg Hannesdóttir sem þótti ógnvænlegust, Grétar Steinn Hjaltested var með frumlegasta búninginn og það voru svo Thelma Lind Árnadóttir og Esja Sigríður Nönnudóttir sem fengu verðlaun fyrir flottasta búninginn.

Við þökkum nemendum og starfsfólki kærlega fyrir skemmtilegan og hlökkum til að endurtaka leikinn að ári.

css.php