26. mars 2021

Páskafrí


Kæru foreldrar og forráðamenn.

Í ljósi fréttamannafundar ríkisstjórnarinnar áðan, er ljóst að það eru allir nemendur komnir í páskafrí á morgun.
Við  verðum í sambandi eftir páska um áframhaldið, þá vitum við líka meira um framvindu Covid  og hvernig yfirvöld ætla að haga skólamálum.

Við erum í ljósi aðstæðna mjög ánægð með að hafa haldið árshátíðina okkar sl. föstudag. Af sameiginlegu árshátíðinni sem átti að verða á morgun verður auðvitað ekki og mér sýnist að við náum ekki heldur leikhúsferðinni sem átti að vera miðvikudaginn 7. apríl, en það á auðvitað eftir að skýrast.

Sundkennsla
Við stefnum á sundkennslu strax eftir páska ef opnað verður á það ??

Foreldrar 1. –  4. bekkjar eru velkomnir í skólann á morgun fyrir hádegi til að ná í lestrarbækur og útiföt barnanna ef þið þurfið á þeim að halda um páskana.

B.kv.

Stjórnendur

Laugalandsskóli

Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi
SKÓLAREGLUR