Fréttir

Pistill vikunnar hjá 5.-7. bekk.

Vikan 25 – 31. Janúar

 

Á mánudaginn eldaði 7. bekkur ljúfengar sænskar kjötbollur. Í íþróttum er glímu vika. Það var náttúrufræði próf um beinagrindina, og flestum gekk vel.

Á þriðjudaginn fór 7. Bekkur í smíði að gera öskjur eða bíla (úr timbri) þið vitið hver gerði hvað J. 5. Og 6. Bekkur voru í handavinnu, 6. Bekkur er að sauma náttbuxur og 5. Bekkur er að sauma pennaveski. Seinni partin var frábært veður.

Á miðvikudaginn í tónmennt sungum við eins og englar, 7. Bekkur var svo duglegur að hann fékk að fara út í heimanámstímanum.

Á fimmtudaginn í íþrótum kom Ólafur Oddur í glímu og við æfðum okkur fyrir mótið í næstu viku á Miðvikudagin. Í heimilisfræði hjá 5. Og 6. Bekk gerðu þau ljúfengar epla rúllur. Í ritun hjá Rögnu var 5. Og 6. Bekkur að skrifa um krakka í leikhús ferð og einhvað hræðilegt gerðist. 6. Og 7. Bekkur beið spentur eftir að skólin væri búin, því þá var leikhús ferð. Við fórum á skauta og öllum gekk vel. Svo fórum við í pizzu á Hróa Hetti. Enduðum svo í leikhúsinu á Englum alheimsins, sem öllum fannst mjög  skemmtilegt J

Á föstudaginn byrjuðum við dagin rólega. Gerðum pistilin, og fórum í myndmennt og máluðum út og suður.

 

 

Sigurlín, Dagný Rós, Hannes Árni og Þóra Björg.

css.php