Fréttir

Ræðu-, söngva- og spurningakeppnin 2013

Ræðu-, söngva- og spurningakeppnin 2013

 

Fimmtudagskvöldið 7. febrúar var ræðu-, söngva- og spurningakeppnin milli Laugalandsskóla, Helluskóla og Hvolsskóla haldin í íþróttahúsinu á Hellu.

Fyrirkomulag ræðukeppninar var svolítið breytt frá því sem verið hefur. Aðeins einn ræðumaður var fyrir hvern skóla í stað tveggja áður. Fulltrúi Laugalandsskóla að þessu sinni var Anna Guðrún Þórðardóttir. Hún flutti mál sitt með glæsibrag og tilþrifum og bar sigur úr býtum í keppninni. Henni til aðstoðar voru Árni Páll Þorbjörnsson og Aron Ýmir Antonsson.

Fulltrúar skólans í söngvakeppninni voru Aron Ýmir Antonsson sem söng lagið Last Kiss (lag og ljóð: Wayne Cochran) og spilaði undir á gítar. Undirleik önnuðust einnig Sigurður Smári Davíðsson, gítar, Óttar Haraldsson, bassi, og Jónas Steingrímsson, trommur.

Sigrún Birna Pétursdóttir Einarsson og G. Viðja Antonsdóttir sungu lagið Landslide (lag og ljóð: Stevie Nicks). Aron Ýmir Antonsson og Jónas Steingrímsson léku undir á slagverk, Óttar Haraldsson á bassa og Sigurður Smári Davíðsson á gítar.

Krakkarnir okkar stóðu sig með miklum ágætum og voru skólanum til sóma.

Söngvakeppninni lyktaði með sigri Helluskóla.

Spurningakeppni milli skólanna er nýmæli og hefur ekki verið hluti af keppninni áður. Þessi nýbreytni mæltist vel fyrir og var rífandi stemning í íþróttahúsinu á Hellu. Lið Laugalandsskóla í spurningakeppninni skipuðu Sigurður Smári Davíðsson, Sigþór Helgason og Aron Ýmir Antonsson.

Helluskóli sigraði einnig í spurningakeppninni.

 

css.php