Fréttir

Rauði krossinn 90 ára

Þann 31. október komu góðir gestir í skólann. Tilefnið var 90 ára afmæli Rauða krossins.  Í tilefni þess hefur verið ákveðið að gefa öllum börnum í landinu afmælisgjöf í formi skyndihjálparfræðslu.

Árni Þorgilsson, formaður Rauða krossins á Suðurlandi og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur komu og héldu stutta kynningu fyrir alla nemendur skólans. Nemendur voru áhugasamir um efnið og fjörugar umræður sköpuðust enda frá mörgu að segja í tengslum við skyndihjálp. Margrét Ýrr sýndi hvernig framkvæma ætti hjartahnoð og nemendur fengu að prófa. Einnig var farið yfir það hvað gera skuli vegna blæðinga og bruna ásamt því að losa aðskotahlut úr öndunarvegi. Margrét Ýrr benti einnig á smáforrit sem hægt er að hlaða niður í síma endurgjaldslaust og hvatti hún alla til að ná sér í það. Fram komi í máli þeirra að fyrirhugað er að Rauði Krossinn haldi ókeypis námskeið fyrir almenning í nóvember og hvetjum við alla til þess að sækja það.                                                                                                                                                                                                            Árni         Margrét Ýrr

 

css.php